Svipmynd af sögulegri sátt

Dagskráin í Sjónvarpi atvinnulífsins er spennandi. Vatnaskil urðu á Íslenskum vinnumarkaði þegar Þjóðarsáttin var gerð 1990 og fjallar Svipmynd af sögulegri sátt um þessi merku tímamót.

Í aðalhlutverkum eru Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Íslands 1980-1992 og Þórarinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands 1986-1999, sem brjóta Þjóðarsáttina til mergjar.

Nærri þrjátíu ár eru frá því samningurinn var gerður og áttatíu og fimm ár frá því VSÍ, forveri SA, var stofnað en myndin var frumsýnd í 20 ára afmæli Samtaka atvinnulífsins sem fagnað var þann 17. október. Sjón er sögu ríkari.