Stjórnendur hækka minnst á milli ára samkvæmt Hagstofunni

Hagstofa Íslands hefur birt niðurstöðu launarannsóknar sinnar fyrir 4. ársfjórðung 2014. Megin niðurstaðan er sú að árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 var 6,7% að meðaltali, þar af 6,0% á almennum vinnumarkaði og 8,4% hjá opinberum starfsmönnum. Meðalhækkun opinberra starfsmanna skýrist af stórum hluta af kjarasamningum kennara.

Sé litið til einstakra starfsstétta á almennum vinnumarkaði var árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki eða um 7,7% en minnst hjá stjórnendum eða um 5,2%. Á sama tíma hækkuðu regluleg laun tækna og sérmenntaðs starfsfólks um 6,5%, skrifstofufólks um 6,2%, sérfræðinga um 5,9%, verkafólks um 5,6% og iðnaðarmanna um 5,3%. Á milli áranna 2013 og 2014 var hækkun launa eftir starfsstéttum á bilinu 5,2% og 7,0%, mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki en minnst hjá stjórnendum.

undefined

Þegar litið er til atvinnugreina þá var árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 mest í samgöngum eða um 7,2%,  en minnst í iðnaði eða um 4,6. Árshækkun í byggingarstarfsemi var 6,9%, í fjármálastarfsemi 6,6% og 6,4% í verslun og þjónustu.

Sjá nánar:

Vísitala launa á 4. ársfjórðungi 2014, Hagstofa Íslands.