Starfsmenntaverðlaun
Starfsmenntaráð og MENNT standa að veitingu
starfsmenntaverðlauna. Verðlaunin hlutu í ár Leikskólar Reykjavíkur
í flokki fyrirtækja, Menntaskólinn í Kópavogi í flokki fræðsluaðila
og Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands, í opnum
flokki. Leikskólar Reykjavíkur hlutu verðlaunin fyrir markvissa
símenntun starfsmanna sinna um langt árabil, Menntaskólinn í
Kópavogi fyrir Hótel- og matvælaskólann og Ferðamálaskólann, og Jón
Torfi fyrir rannsóknir sínar á sviði menntamála. Það var Páll
Pétursson, félagsmálaráðherra, sem afhenti verðlaunin.