Staðlar um gæðastjórnun staðfestir
Þrír af fjórum kjarnastöðlum í ISO 9000 gæða-stjórnunarröðinni hafa verða staðfestir sem íslenskir staðlar og fást hjá Staðlaráði Íslands í íslenskri þýðingu. Útgáfurnar innihalda einnig texta staðlanna á ensku.
Kjarnastaðlarnir þrír sem staðfestir hafa verið sem íslenskir staðlar eru:
-
ÍST EN ISO 9000:2000 Gæðastjórnunarkerfi - Grunnatriði og íðorðasafn.
Staðallinn inniheldur skilgreiningar á hugtökum eins og t.d. "gæði" og tryggir þannig að skilningur manna sé einn og hinn sami. -
ÍST EN ISO 9001:2000 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur.
Staðallinn fjallar um grunnkröfur til gæðakerfa og eftir honum er hægt að láta votta gæðakerfi. -
ÍST EN ISO 9004:2000 Gæðastjórnunarkerfi - Leiðbeiningar um bætta frammistöðu.Uppbygging staðalsins er hin sama og staðalsins ISO 9001, en einnig inniheldur hann leiðbeiningar varðandi atriði sem ekki er að finna í þeim staðli. Dæmi: Hvers vegna hættir fólk hjá okkur?
Fjórði og síðasti kjarnastaðallinn, ISO 19011:2001 Guidelines
on quality and environmental management systems auditing, mun
verða staðfestur sem alþjóðlegur staðall á næsta ári.
Staðlarnir mynda heild og bæta hver annan upp. Ljóst er að þeir sem nota ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlana þurfa að hafa alla kjarnastaðlana þrjá við höndina.