Skýringar óskast
Samkvæmt úrvinnslu Hagstofunnar á skattskrám fjölgaði starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði um 1.000 á síðustu fjórum árum, þ.e. frá september 2017 til og með september 2021.
Starfsfólk í atvinnugreinunum opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem að mestu eru reknar af ríki og sveitarfélögum, fjölgaði um 9.000 en starfsfólki í einkageiranum fækkaði á sama tíma um 8.000.
Hagstofan flokkar einnig starfsfólk eftir rekstrarformi launagreiðenda. Samkvæmt þeirri flokkun fjölgaði starfsfólki á framangreindu tímabili samtals um rúmlega 1.000.
Starfsfólki á almennum vinnumarkaði fækkaði um 5.500 (4%) en starfsfólki hjá hinu opinbera fjölgaði á sama tíma um tæplega 7.000. Skiptingin hjá hinu opinbera var þannig að fjölgunin var 2.400 hjá ríkinu en 4.300 hjá sveitarfélögunum.