Skráning hafin á Menntadag atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins fer fram 4. febrúar 2021 en þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.
Á menntadaginn fer fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fram með rafrænum hætti.
Meðal innslaga í þættinum eru:
- Greiningar- og nýsköpunarhæfni
Finnur Oddsson, forstjóri Haga - Virkni í námi og námsaðgerðum
Ingvi Hrannar, kennari og frumkvöðull - Lausnamiðuð nálgun
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka - Gagnrýnin hugsun og greining
Kristín Friðgeirsdótir, alþjóðlegur stjórnendaráðgjafi - Sköpun, frumleiki og frumkvæði
Dóra Jóhannsdóttir, leikkona - Forysta og félagsleg áhrif
Tryggvi Þorgeirsson, meðstofnandi og forstjóri Sidekick Health - Tækninotkun, eftirlit og stjórn
Anna Kristín Pálsdóttir, Marel – framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar - Tæknihönnun og forritun
Ægir Már Þórisson Advania, forstjóri Advania - Seigla, streituþol og sveigjanleiki
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra - Rökhugsun, lausn vandamála og hugmyndaauðgi
Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyrir Vöxtur hjá Eyri Venture Management
Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað undir stjórn Söru Daggar Svanhildardóttur, verkefnastjóra mennta- og fræðslumála SVÞ og líflegar umræður um menntamál Íslendinga í víðu samhengi setja svip sinn á þáttinn.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA stýrir þætti.
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið menntaverðlaun atvinnulífsins til þessa. Orkuveita Reykjavíkur var menntafyrirtæki ársins 2020 og Samkaup menntasproti ársins 2020.
Tengt efni:
Glefsur úr Menntadegi atvinnulífsins 2020 í Sjónvarpi atvinnulífsins