SGS frestar verkföllum

Samtök atvinnulífsins og samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) gerðu í dag samkomulag sem felur í sér að boðuðum verkföllum SGS er frestað. Tveggja sólarhringa verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld er frestað til 3. júní og ótímabundinni vinnustöðvun sem hefjast átti 6. júní er frestað til 12. júní. Á vef SGS kemur fram að viðræður séu hafnar af fullum þunga. „Það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist.“