Samtök atvinnulífsins auglýsa eftir framkvæmdastjóra

Samtök atvinnulífsins óska eftir að ráða framkvæmdastjóra.  Leitað er að öflugum einstaklingi til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði, forystuhæfileika og skipulögð vinnubrögð.  Umsóknarfrestur er til 7. september.


Starfs- og ábyrgðarsvið:

Dagleg stjórnun skrifstofu

Fylgir eftir stefnu og ákvörðunum stjórnar og samþykktum aðalfundar

Ber ábyrgð á starfsemi SA gagnvart stjórn

Stuðlar að öflugum tengslum við aðildarfélög um allt land, styður og samhæfir starf þeirra

Samningagerð

Erlend samskipti

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun

Reynsla af stjórnunarstörfum

Sterk tengsl í atvinnulífinu

Framúrskarandi samskiptahæfileikar

Miklir forystuhæfileikar

Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti

Góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska og eitt Norðurlandamál

 

Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir - katrin@hagvangur.is

Nánari upplýsingar um Samtök atvinnulífsins á vef SA