Samtal um starfsmenntamál
Á grunni bókunar síðustu kjarasamninga eru Samtök atvinnulífsins í samvinnu við launþegahreyfingarnar að vinna að einföldun starfsmenntakerfisins með það að markmiði að gera það gegnsærra og aðgengilegra. Slík breyting getur m.a. stuðlað að hærra menntunarstigi innan fyrirtækja en aðilar vinnumarkaðarins hafa átt gott samstarf um uppbyggingu starfsmenntamála á síðustu misserum. Það eru í senn hagsmunir fyrirtækja sem einstaklinga að hækka menntunarstig og efla þekkingu og færni innan atvinnulífsins á Íslandi.
Í bókun kjarasamninga segir að aðilar eru sammála um að ráðast í sameiginlega úttekt á núverandi fyrirkomulagi fræðslu og starfsmenntamála. Er ætlunin m.a. að að stuðla að auknu samstarfi milli sjóða til hagræðis fyrir fyrirtæki og einstaklinga, koma á sameiginlegri vefgátt fyrir þá og ráðast í átak til að kynna sjóðina og þann ávinning sem þangað er að sækja. Að þessu er nú unnið.