Samkeppni mikilvæg á fjármálamarkaði

Það er grundvallaratriði fyrir samkeppni á fjármálamarkaði að rekstri bankanna sé ekki miðstýrt af ríkinu. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í viðtali við VB sjónvarp. Vilhjálmur gagnrýnir þá sem segja það hafa verið mistök að kröfuhafar gömlu bankanna skuli hafa tekið við rekstri þeirra nýju - í stað íslenska ríkisins. "Það að aftengja bankareksturinn frá pólitíkinni var algjörlega nauðsynlegt og tryggði að ákvarðanir voru teknar á viðskiptalegum forsendum."

Á fundinum var þeirri spurningu beint til Vilhjálms hvort það hefði ekki verið betra í dag að ríkið hefði átt bankana og notið þar með hagnaðs þeirra. "Þessar krónur hefðu aldrei orðið til ef að ríkið hefði rekið bankana. Þessu hefði verið sóað öllu saman," segir Vilhjálmur.

VB sjónvarp ræddi við Vilhjálm eftir morgunverðarfund Auðar Capital 25. janúar, en þar fjallaði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, m.a. um stöðu og horfur efnahagsmála. Hann telur það mistök að kröfuhafar hafi tekið við rekstri nýju bankanna.

SMELLTU TIL AÐ HORFA