SA taka þátt í samstarfi um #metoo aðgerðir
Samtök atvinnulífsins taka þátt í samstarfi sem er ætlað að búa til samtal um hvað hægt sé að gera til að fylgja eftir þeirri vitundavakningu sem varð í kjölfar #metoo byltingarinnar og til að vinna saman að frekari aðgerðum.
Samstarfinu var hleypt af stokkunum með fundi í júní. Á honum var farið yfir til hvaða aðgerða þátttakendur hefðu nú þegar gripið. Auk þess komu fram margar hugmyndir um hvað hægt væri að gera til að sjá raunverulegar breytingar. Allir voru sammála um að fræðsla yrði sett í forgang.
Stefnt er að því að halda áfram með samstarfið í haust og að verkefnum verði forgangsraðað. Þeir sem taka þátt í samstarfinu ásamt SA eru ASÍ, BHM, Bjarkarhlíð – miðstöð þolenda ofbeldis, BSRB, FKA, Jafnréttisstofa, KÍ, kjara- og mannauðssýsla ríkisins, Kvenréttindafélag Íslands, Mannauður – félag mannauðsfólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Sálfræðingafélag Íslands, Vinnueftirlit ríkisins, VIRK starfsendurhæfingarsjóður og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.
SA hafa sett sér stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni.
Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi og hvetja starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri.
Tengt efni:
Upplýsingar á vef SA um sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi
Stefna og viðbragðsáætlun SA gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi (PDF)