Rúmlega 96 prósent umsækjenda fá greiðslufrest
1.664 umsóknir hafa borist lánveitendum um greiðslufresti á lánum fyrirtækja á grundvelli samkomulags lánveitenda um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna afleiðinga COVID-19. Um 90 prósent umsóknanna hafa þegar verið afgreiddar, samkvæmt samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja.
1.439 fyrirtæki hafa fengið greiðslufrestun samþykkta, sem eru 96,2 prósent afgreiddra umsókna.
71 prósent fyrirtækja sem sóttu um greiðslufrest teljast örfyrirtæki, en 18 prósent þeirra teljast til lítilla fyrirtækja. 57 fyrirtæki hafa ekki uppfyllt skilyrði samkomulags lánveitenda um tímabundna greiðslufresti eða 3,8 prósent þeirra sem sóttu um.