Rætt um hvernig brjóta má upp kynskiptan vinnumarkað

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efna til tveggja funda í febrúar um leiðir til að draga úr kynjaskiptingu starfa á íslenskum vinnumarkaði. Í tilkynningu frá hópnum segir að niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna bendi til þess að engin ein aðgerð sé líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.

Karlar í umönnunar- og kennslustörfum - fundur 13. febrúar

Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 11.45 - 13.30 á Grand Hótel Reykjavík verður rætt um karla í umönnunar- og kennslustörfum. Markmið fundarins er að efna til umræðu um mögulegar leiðir til að fjölga körlum í umönnunar og kennslustörfum á íslenskum vinnumarkaði.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra setur fundinn, Jón Yngvi Jóhannsson, formaður starfshóps um karla og jafnrétti kynnir skýrslu um karla og kynbundið náms- og starfsval, Ingólfur V. Gíslason lektor í félagsfræði fjallar um konur í umönnunarstörfum og að því loknu verða pallborðsumræður um málefnið.

Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning eru á vef velferðarráðuneytis

Konur í "karlastörfum" - fundur 26. febrúar

Miðvikudaginn 26. febrúar verður efnt til opins fundar á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.30-10.15 um konur í hefðbundnum "karlastörfum." Fundurinn hefst með ávarpi félags- og húsnæðismálaráðherra, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands fjallar um stöðu kvenna innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs háskólans og ríkislögreglustjóri ræðir um stöðu jafnréttismála innan lögreglunnar og ræðir um áskoranir og tækifæri. Að því loknu verða pallborðsumræður.

Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning eru á vef velferðarráðuneytis

Tengt efni:

Um aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti