Rætt um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum - 8. febrúar

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum, föstudaginn 8. febrúar á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn er hluti af fundaröð SA um atvinnulíf og umhverfi. Þar mun Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA, fjalla um áhrif Balí-vegvísisins á íslensk fyrirtæki en Pétur sat nýverið loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí. Þá mun Jón Ingimarsson, verkfræðingur, fjalla um leiðina til Kyoto-samkomulagsins og þá viðurkenningu sem varð á sérstöðu Íslands í loftslagsmálum og í hverju hún felst. Jón tók þátt í alþjóðlegum samningaviðræðum fyrir hönd Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á árunum 1992-2000, m.a. í aðdraganda Kyoto-samkomulagsins.

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan á vef SA. Morgunverður og skráning frá 8:00-8:30, dagskrá hefst stundvíslega 8:30 og verður lokið ekki síðar en 10:00. Fundurinn fer fram í Gullteig.

Fundarstjóri er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

Þátttakendur fá ritið NORDIC POSITION ON CLIMATE CHANGE.

Smellið hér til að skrá þátttöku

Sjá nánar: Dagskrá fundarins (PDF)