Ræktun eða rányrkja skattstofna? Skráning stendur yfir

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um skattamál atvinnulífsins, föstudaginn 9. nóvember kl. 8.30-10 í Hörpu. Skattstofnar atvinnulífsins. Ræktun eða rányrkja? er yfirskrift fundarins þar sem fjölbreyttur hópur stjórnenda mun stíga á stokk og fjalla um þau tækifæri sem hægt er að nýta með því að bæta skattkerfið.

Á fundinum verða lagðar fram tillögur SA að breytingum á kerfinu á næstu fjórum árum sem miða að því að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör landsmanna.

Samtök atvinnulífsins hvetja alla áhugasama sem vilja efla atvinnulífið á næstu árum til að mæta á fundinn. Enginn aðgangseyrir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Boðið verður upp á kraftmikið kaffi og morgunhressingu frá kl. 8.00. Þátttakendur fá nýtt rit SA um skattamál atvinnulífsins sem kemur út sama dag.


Fundurinn fer fram í Silfurbergi á 2. hæð í Hörpu kl. 8.30-10.

Frummælendur:

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA

Árni Gunnarsson
, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og formaður SAF

Höskuldur H. Ólafsson
, bankastjóri Arion banka og formaður SFF

Magnús Þór Ásmundsson
, forstjóri Alcoa á Íslandi og formaður Samáls

Margrét Kristmannsdóttir
, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður SVÞ

Pétur Hafsteinn Pálsson
, framkvæmdastjóri Vísis hf. Grindavík

Svana Helen Björnsdóttir
, forstjóri Stika og formaður SI

Vala Valtýsdóttir
, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi


Samantekt: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA


Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður SA


SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG