Óttar Snædal til Samtaka atvinnulífsins

Óttar Snædal hefur verið ráðinn til Samtaka atvinnulífsins. Hann mun starfa sem hagfræðingur á efnahagssviði samtakanna. Efnahagssviðið hefur faglegt sjálfstæði innan SA, en meginverkefni þess er að annast rannsóknir og greiningar á íslensku efnahagslífi.

Óttar er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármála­ og þróunarhagfræði frá Barcelona Graduate School of Economics. Síðustu ár hefur Óttar starfað sem ráðgjafi á sviði fjármála og hagfræði hjá Capacent. Samtök atvinnulífsins bjóða Óttar velkominn til starfa.