Orkugjafar framtíðarinnar í samgöngum
Ráðstefnan Driving Sustainability 2007 verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 17. og 18. september um visthæfar lausnir í samgöngum s.s. etanól, metan, vetni, tvinntækni og rafmagn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnar ráðstefnuna. Íslenskir og erlendir sérfræðingar í stefnumótun og tæknilausnum á þessu sviði munu leiða saman hesta sína og leggja fram mjög áhugaverðar tillögur um hvernig mega auka hlut þessara ökutækja og eldsneytis á Íslandi. Ráðstefnan mun veita þátttakendum gott tækifæri til að byggja upp alþjóðlegt tengslanet sérfræðinga í þessum geira.
Gestgjafar eru Reykjavíkurborg, Landsbankinn og Icelandair og aðrir samstarfsaðilar eru Brimborg, Orkustofnun, sænska sendiráðið, Iðnaðarráðuneytið, Samgönguráðuneytið, Umhverfisráðuneytið, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Olís.
Skráning og nánari upplýsingar: www.driving.is