Opinn fundur: Hvernig nýtum við betur tækifærin í samstarfi háskóla og fyrirtækja?
Fjölmörg tækifæri felast í auknu samstarfi fyrirtækja og háskóla. Mikilvægt er að stuðla með virkum hætti að því að nýta þessi tækifæri. Þetta segir Daði Már Kristófersson, forstöðumaður þróunar og samstarfsverkefna við Háskóla Íslands, en hann mun fjalla um ýmis sóknarfæri á þessu sviði á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins þriðjudaginn 26. júní kl. 8.30-10.
Fundurinn er hluti af verkefninu Uppfærum Ísland en
Daði mun m.a. fjalla um nokkrar af þeim samstarfsleiðum fyrirtækja
og Háskóla Íslands sem mestu hafa skilað sem og nýjar leiðir sem
Háskólinn vill vinna að.
Fundurinn fer fram á 6. hæð Húsi atvinnulífsins - Borgartúni 35 -
105 Reykjavík.
Tengt efni: