Nýsköpunarverðlaun SAF - óskað eftir ábendingum
Stjórn SAF kallar eftir ábendingum frá félagsmönnum og fleirum til Nýsköpunarverðlauna SAF, sem veitt eru í nóvember í tengslum við afmæli SAF. Verðlaunin eru ætluð til að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar með því að veita verðlaun/viðurkenningar fyrir athyglisverðar nýjungar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 kr. fyrir hvert verkefni og að veita viðurkenningar fyrir vöruþróun sem stjórn sjóðsins telur að muni styrkja ferðaþjónustuna. Ábendingum skal skilað fyrir 12. október. Sjá nánar á vef SAF.