Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu verði efld

Samtök atvinnulífsins leggja til að nýsköpun í heilbrigðisþjónustu verði efld og sótt verði á erlenda markaði með þekkingu og þjónustu íslenskra sérfræðinga á þeim sviðum þar sem hún er á heimsmælikvarða. Starfsfólk í heilbrigðisþjónustu verði hvatt til að stofna fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu og því veittur faglegur stuðningur til þess. Slíkt hefur gefist vel í Svíþjóð og ætti einnig að geta gefist vel á Íslandi. Æskilegt er að stefnt verði að því að nokkrir öflugir einkaaðilar verði starfandi á íslenskum heilbrigðismarkaði sem geti keppt við hið opinbera um að veita heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í nýju riti SA, Heilbrigður einkarekstur.