Nýsköpun grunnur farsældar

Evrópusamtök atvinnulífsins, BUSINESSEUROPE, hafa kynnt nýja stefnumörkun á sviði nýsköpunar. Samtökin leggja áherslu á aukið samstarf milli landa og að stoðir rannsókna og þróunarstarfs verði styrktar. Auka þarf aðgengi frumkvöðla að áhættufjármagni og tryggja fyrirtækjum vel menntað starfsfólk sem getur tekist á við þær krefjandi áskoranir sem eru framundan. BUSINESSEUROPE segja nýsköpun, sem leiði af sér efnahagslegan virðisauka, algjöra forsendu fyrir frekari hagvexti í Evrópu og jafnframt lykillinn að lausn aðsteðjandi úrlausnarefna á sviði loftslags- og orkumála.

Stefnumörkunin var gefin út í byrjun vikunnar í Brussel en hana má nálgast hér að neðan:

Smellið á myndina til að sækja Innovation.Building a successful future for Europe (PDF).