Nýjar reglur um titring á vinnustöðum

Hjá Vinnueftirliti ríkisins eru nú í undirbúningi nýjar reglur um varnir gegn áhrifum titrings á vinnustöðum. Reglurnar byggja á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2002/44/EB. Hér er um að ræða vinnu með titrandi vélar, verkfæri eða áhöld og einnig störf þar sem starfsmenn sitja eða standa á titrandi undirlagi, svo sem í vinnuvélum eða flutningabílum. Þeir sem óska eftir að kynna sér málið nánar eða koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum geta haft samband við Pétur Reimarsson hjá SA.