Nýjar reglur um hávaða á vinnustöðum
Hjá Vinnueftirliti ríkisins er nú í undirbúningi ný reglugerð sem koma á í stað reglna um hávaðavarnir á vinnustöðum og heyrnareftirlit starfsmanna (nr. 500/1994). Reglurnar byggja á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2003/10/EB. Fjallað er um viðmiðunarmörk fyrir hávaða á vinnustöðum, áhættumat, forvarnir, heyrnarhlífar, heyrnarmælingar, upplýsingar og þjálfun starfsmanna. Þeir sem óska eftir að kynna sér málið nánar eða koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum geta haft samband við Pétur Reimarsson hjá SA.