Ný kaupgjaldskrá komin á vefinn

Kaupgjaldskrá nr. 16 sem gildir frá 1. febrúar 2013 má nálgast á vef SA. Launahækkanir 1. febrúar 2013 eru samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ, dags. 5. maí 2011. Helstu launabreytingar sem koma til framkvæmda eru eftirfarandi.

1. Kjarasamningsbundnir kauptaxtar hækka um 11.000 kr. á mánuði.

2. Ráðningarsamningsbundin laun og aðrir launatengdir liðir hækka almennt um 3,25%.

Vakin er athygli á því að hjá afgreiðslu- og skrifstofufólki í VR/LÍV tekur eftirvinnukaup að nóttu (00:00 - 07:00) viðbótarhækkun.

Tímamæld ákvæðisvinna við ræstingar og reiknitala ákvæðisvinnu rafiðnaðarmanna tekur einnig viðbótarhækkun eins og áður.

Kaupgjaldskrá nr. 16 (PDF)