Ný kaupgjaldskrá á vef SA
Ný kaupgjaldskrá hefur verið birt á vef SA. Hún gildir frá 1. apríl með fyrirvara um samþykki kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem voru undirritaðir 3. apríl. Kjarasamningarnir voru milli SA annars vegar og VR, Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar hins vegar.
Launabreytingar 1. apríl 2019 eru eftirfarandi:
- Kauptaxtar og mánaðarlaun fyrir fullt starf hækka um kr. 17.000.
- Lágmarkstekjutrygging hækkar í kr. 317.000 á mánuði.
- Orlofsuppbót er kr. 50.000 frá 1. maí 2019. Við hana bætist eingreiðsla, kr. 26.000, sem lýtur sömu útreikningsreglum og orlofsuppbótin.
- Desemberuppbót er kr. 92.000 á árinu 2019.
Iðnaðarmenn eru enn með lausa samninga og hafa ekki samið um launabreytingar á árinu 2019 en viðræður standa yfir hjá ríkissáttasemjara.
Sjá nánar: