Norrænt samstarfsverkefni um umhverfisstjórnun
Auglýst er eftir fyrirtækjum til að taka þátt í norrænu samstarfsverkefni um umhverfisstjórnun. Fyrirtækin fá í hendurnar einfalt umhverfisstjórnunarkerfi sem er þróað með þarfir lítilla og meðalstóra framleiðslu- og þjónustufyrirtækja í huga. Verkefnið auðveldar fyrirtækjunum að vinna að úrbótum í umhverfismálum á skilvirkan hátt, bæta með sýnilegum hætti samkeppnisstöðu sína og um leið styrkja stöðu sína í sátt við samfélagið og umhverfið. Verkefnið nýtist einnig fyrirtækjum á sviði gæðamála.
Umhverfisstjórnunarkerfið nefnist EMS-light Nordic. Það gefur stjórnendum yfirlit yfir helstu umhverfisáhrif fyrirtækisins, svo sem úrgang, orkunotkun, hráefnisnotkun, vatnsnotkun og fráveitumál. Auk þess býður kerfið upp á að birtar séu einfaldar skýrslur, t.d. fyrir umhverfis- og heilbrigðisyfirvöld eða viðskiptavini.
Þátttakendur fá aðstoð ráðgjafa við að setja upp kerfið auk þess sem haldnar verða málstofur og vinnufundir. Vinnunefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um vörur og úrgang styrkir verkefnið. Um 60- 90 fyrirtæki á Íslandi Álandseyjum og Færeyjum taka þátt en verkefnið er unnið í samstarfi við samtök atvinnulífs og umhverfisyfirvöld á hverjum stað. Verkefnisstjórn á Íslandi er í höndum umhverfisráðgjafa hjá Environice. Stefnt er að því að um 15 fyrirtæki taki þátt í verkefninu á Íslandi á næsta ári frá og með janúar 2008.
Allar nánari upplýsingar veitir: