Norrænt atvinnulíf segir þörf á metnaðarfullum og hugrökkum aðgerðum

Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri og Davíð Þorláksson forstöðumaður tóku þátt í fjarfundi formanna atvinnurekendasamtakanna á Norðurlöndum síðastliðinn föstudag. Í ályktun fundarins segir m.a. að kórónuveiran ógni ekki aðeins lífum og heilsu heldur einnig fyrirtækjum og störfum. Niðursveiflan hafi verið djúp og að veruleg óvissa sé, einkum fyrir útflutningsfyrirtæki. Reiknað sé með að viðspyrna taki einhver ár.

Réttar framtíðarmiðaðar umbætur geti hjálpað við að flýta fyrir því að hagkerfi Norðurlanda taki við sér og skapað grundvöll fyrir samkeppnishæfari og sjálfbærari hagkerfi. Afnema verði takmarkanir á frjálsa för fólks og vöru eins fljótt og auðið er, með hliðsjón af stöðu faraldursins hverju sinni. Að endurheimta vel virkan innri markað Evrópu, drifkraft vaxtar á Evrópska efnahagssvæðisins, sé lykillinn að framtíðarvexti á EES.

Forgangsatriði ætti að vera að fjarlægja flöskuhálsa á innri markaðnum og styðja við frjálsa för vöru, þjónustu, fólks og fjármagns.

Frjáls viðskipti séu forsenda sjálfbærs efnahagsbata og til að gera fyrirtækjum kleift að endurbyggja virðiskeðjur sem hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum af faraldrinum. Hjól atvinnulífsins munu aðeins byrja að snúast ef við getum örvað eftirspurn. Eftirspurn, viðskipti, neysla og fjárfesting hefst þegar fyrirsjáanleiki er fyrir hendi og góðar horfur fyrir viðskipti. Það er mikilvægt að byggja upp traust til framtíðar ef við ætlum að örva hagkerfið og tryggja græna viðspyrnu.

Ályktunin í heild á ensku.