Netárásir á fyrirtæki – upptökur

Norsk Hydro varð fyrr á þessu ári fyrir alvarlegri netáras tölvuþrjóta. Árásin lamaði stóran hluta starfsemi fyrirtækisins í langan tíma. Fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum stendur mikil ógn af netárásum og ýmis konar netsvikum óprúttinna aðila. Reynslan sýnir að hver sem er geti orðið fyrir slíku, hvenær sem er.

Þetta kom fram á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem fram fór nýverið á Grand Hótel Reykavík. Upptökur frá fundinum eru aðgengilegar hér að neðan.

Halvor Molland, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Norsk Hydro, sagði frá reynslu fyrirtækisins og miðlaði þeim lærdómi sem draga megi af henni.

Fréttaskýring BBC um árásina á Norsk Hydro

Í fyrirlestri sínum fjallaði Nils Kalstad, deildarstjóri upplýsingaöryggis- og fjarskiptadeildar Norska tækniháskólans (NTNU), um mikilvægi þess að auka samvinnu um netöryggi á milli háskóla, yfirvalda og atvinnulífsins.

Sjá nánar:

Ítarlegri umfjöllun um fundinn á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis

Verum vakandi - fræðsluefni um netöryggi á umræðuvef Landsbankans