Netárásir á fyrirtæki – bein útsending
Geta netárásir fellt fyrirtæki? Bein útsending hefst kl. 8.30 frá morgunfundi Samtaka atvinnulífsins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um netógnir sem steðja að íslenskum fyrirtækjum. Fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október og stendur til kl. 10.
SJÓNVARP ATVINNULÍFSINS
Einn af æðstu yfirmönnum Norsk Hydro segir frá alvarlegri netárás á fyrirtækið og þeim lærdómi sem draga megi af henni. Fyrirlesari frá Norska tækniháskólanum mun m.a. fjalla um miðstöð sem sett hefur verið upp til að æfa varnir gegn árásum á stofnanir og fyrirtæki. Loks munu tveir öryggissérfræðingar frá Landsbankanum fjalla um leiðir til að halda vöku sinni varðandi netógnir.