Náms- og starfsráðgjafar í heimsókn
Félag náms- og starfsráðgjafa mætti í kaffispjall í hús atvinnulífsins á dögunum þar sem farið var yfir hvernig fyrirtæki og náms- og starfsráðgjafar geti unnið markvissar og betur saman. Bæði í þágu nemenda og fyrirtækja en þau þurfa á fleiri einstaklingum að halda með iðn- og verknámsbakgrunn. Voru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að börn og unglingar fái betri innsýn í atvinnulífið og það verði m.a. gert með meiri og betri upplýsingamiðlun.
Á öðrum skólastigum, þ.e. framhaldsskóla og háskólastigi er jafnframt brýnt að tengja skóla og fyrirtækin betur saman en nú er. Liður í því er að efla samskipti atvinnulífsins við m.a. náms- og starfsráðgjafa og ýta undir upplýsingaflæði á milli þessara aðila. Var fundurinn fjölmennur og var sett fram ósk um að svona fundir yrðu haldnir með reglulegu millibili.