Morgunfundur um starfsþjálfun í fyrirtækjum - streymi

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 18. október. Þar verður boðið upp á opinn morgunfund um starfsþjálfun í fyrirtækjum. Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35 kl. 8.30-10. Allir eru velkomnir. Fundurinn verður sýndur beint á vefnum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA

DAGSKRÁ

Kynning á TTRAIN verkefninu  (Tourism training)
Magnús Smári Snorrason, verkefnastjóri þróunar á alþjóðasviði Háskólans á Bifröst.

Verkefnið snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækja sem sjá um að þjálfa nýja starfsmenn á vinnustaðnum og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni RETRAIN hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi. Þessi verkefni hafa mælst mjög vel fyrir og má yfirfæra til notkunar í fleiri tegundum fyrirtækja.

„Hvernig notum við skapandi aðferðir við þjálfun á vinnustöðum?"
Signý Óskarsdóttir, eigandi Creatrix sem sérhæfir sig í verkefnum og ráðgjöf sem tengjast skapandi hugsun, samfélagslegri nýsköpun og þróunarvinnu.

Hvernig getur TTRAIN verkefnið nýst fyrirtækjum?

  • Aðalheiður Hannesdóttir, verkefnastjóri gæðamála og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna-og gæðasviðs Icelandair hótela.
  • Sigríður Inga Þorkelsdóttir tengiliður við hótel og upplýsingamiðstöðvar og Lára B. Þórisdóttir,  afgreiðslustjóri Reykjavík Excursions.
  • Elísabet Einarsdóttir, starfsmannastjóri Íslandshótela.

Fundarstjóri er María Guðmundsdóttir fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Allir velkomnir 

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Fundurinn hefst kl. 8.30 og verður lokið kl. 10.00.

undefined