Morgunfundur um starfsþjálfun í fyrirtækjum - streymi
Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 18. október. Þar verður boðið upp á opinn morgunfund um starfsþjálfun í fyrirtækjum. Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35 kl. 8.30-10. Allir eru velkomnir. Fundurinn verður sýndur beint á vefnum.
DAGSKRÁ
Kynning á TTRAIN verkefninu (Tourism training)
Magnús Smári Snorrason, verkefnastjóri þróunar á alþjóðasviði Háskólans á Bifröst.
Verkefnið snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækja sem sjá um að þjálfa nýja starfsmenn á vinnustaðnum og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni RETRAIN hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi. Þessi verkefni hafa mælst mjög vel fyrir og má yfirfæra til notkunar í fleiri tegundum fyrirtækja.
„Hvernig notum við skapandi aðferðir við þjálfun á vinnustöðum?"
Signý Óskarsdóttir, eigandi Creatrix sem sérhæfir sig í verkefnum og ráðgjöf sem tengjast skapandi hugsun, samfélagslegri nýsköpun og þróunarvinnu.
Hvernig getur TTRAIN verkefnið nýst fyrirtækjum?
- Aðalheiður Hannesdóttir, verkefnastjóri gæðamála og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna-og gæðasviðs Icelandair hótela.
- Sigríður Inga Þorkelsdóttir tengiliður við hótel og upplýsingamiðstöðvar og Lára B. Þórisdóttir, afgreiðslustjóri Reykjavík Excursions.
- Elísabet Einarsdóttir, starfsmannastjóri Íslandshótela.
Fundarstjóri er María Guðmundsdóttir fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Allir velkomnir
Kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Fundurinn hefst kl. 8.30 og verður lokið kl. 10.00.