Mjög íþyngjandi persónuverndarlög

Samtök atvinnulífsins hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd ásamt Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu og Viðskiptaráði Íslands. Með frumvarpinu er nýtt regluverk Evrópusambandsins (GDPR) innleitt í íslenskan rétt.

Ísland hefur svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti regluverkið er innleitt. Því miður er í nokkrum tilvikum lagt til að farin verði leið sem leggur ríkari skyldur á fyrirtæki á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Það er því miður of algengt þegar reglur Evrópusambandsins eru innleiddar á Íslandi. Slíkt dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Samtökin leggja því til nokkrar breytingar, en leggja um leið áherslu á að frumvarpið verði að lögum nú í vor.

Samtökin hafa á fyrri stigum komið athugasemdum við frumvarpið á framfæri. Margar þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu hafa verið til bóta, en þó standa eftir veigamikil atriði sem þarfnast lagfæringa.

Sjá nánar:

Umsögn samtakanna um ný persónuverndarlög (PDF)