Mikil frumkvöðlastarfsemi hér á landi
Árið 2005 mældust um 10,7% þjóðarinnar á aldrinum 18–64 ára stunda frumkvöðlastarfsemi, eða um það bil 20 þúsund manns og umfang frumkvöðlastarfsemi á Íslandi árið 2005 var meira en í flestum öðrum löndum í heiminum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi (GEM - Global Entrepreneurship Monitor), sem Háskólinn í Reykjvík heldur utan um af Íslands hálfu með stuðningi SA o.fl. Sjá nánar á vef Háskólans í Reykjavík.