Mikil frumkvöðlastarfsemi á Íslandi
Frumkvöðlastarfsemi á Íslandi er með því hæsta sem gerist meðal hátekjulandanna í heiminum. Nýsköpunarfyrirtæki búa hins vegar við mikinn fjármagnsskort og athygli vekur að hlutfall háskólamenntaðra er lægra í frumkvöðlastarfsemi hér en í öðrum hátekjulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna GEM frumkvöðlarannsóknarinnar sem HR vinnur fyrir Íslands hönd með stuðningi frá SA, Nýsköpunarsjóði og forsætisráðuneyti. Sjá nánar á vef HR.