Menntamorgnar atvinnulífsins - rafræn fræðsla
Menntamorgnar atvinnulífsins fara af stað aftur 3. október næstkomandi og hefst fyrsti fundur haustsins klukkan 8.15. Boðið verður upp á morgunkaffi en áætlað er að fundinum ljúki kl. 9.00. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka.
Samhliða fjórðu iðnbyltingunni eykst þörfin fyrir stöðuga fræðslu og endurmenntun starfsfólks. Hröð tækniþróun eykur möguleikana á sveigjanlegum, skilvirkum og hagkvæmum valkostum þegar kemur að þessari fræðslu þar sem rafrænt námsumhverfi er í forgrunni. Með rafrænu námsumhverfi skapast lausnir og tækifæri fyrir öll fyrirtæki en ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem og fyrirtæki á landsbyggðinni.
Á menntamorgnum í Húsi atvinnulífsins skapast vettvangur fyrir gagnlegar umræður um leiðir til rafrænnar fræðslu og áskoranir sem henni fylgja. Morgunfundirnir er fyrir alla sem hafa áhuga á málefninu og vilja taka þátt í þeim breytingum sem þar eru að eiga sér stað.
Dagskrá
- Rafræn fræðsla, hugtök og hugmyndir. Árný Elíasdóttir sérfræðingur hjá Attentus.
- Tækifæri í rafrænu og stafrænu umhverfi. Berglind Ragnarsdóttir sérfræðingur á verkefnastofu um stafrænt Ísland.
- Innleiðing á rafrænni fræðslu í Arion banka. Hörður Bjarkason, sérfræðingur í fræðslumálum á viðskiptabankasviði Arion banka.
- Áskoranir og áherslur í rafrænni fræðslu Origo. Eva Demireva sérfræðingur hjá Origo.
- Fundarstjórn Davíð Þorláksson fostöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.