Menntadagurinn 2020 í Sjónvarpi atvinnulífsins
Sköpun í alls kyns myndum var til umfjöllunar á Menntadegi atvinnulífsins sem fór fram í Hörpu 5. febrúar. Rúmlega 300 manns úr atvinnulífinu tóku þátt og enn fleiri horfðu á beina útsendingu frá fundinum.
Upptökur af erindum frummælenda eru nú aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins hér á vef SA ásamt erindum úr málstofu sem fór fram eftir hressandi kaffihlé.
Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Orkuveita Reykjavíkur er Menntafyrirtæki ársins og Samkaup Menntasproti ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhentu verðlaunin.
Menntadagurinn er árlegur viðburður, að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.