Menntadagur atvinnulífsins í beinni
Menntadagur atvinnulífsins fer fram í dag frá 09:00 - 10:00 en þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fer fram með rafrænum hætti og menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt af menntamálaráðherra, Lilju D. Alfreðsdóttur og forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.
Horfðu á þáttinn hér:
Meðal innslaga í þættinum eru:
- Greiningar- og nýsköpunarhæfni
Finnur Oddsson, forstjóri Haga - Virkni í námi og námsaðgerðum
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og frumkvöðull - Lausnamiðuð nálgun
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka - Gagnrýnin hugsun og greining
Kristín Friðgeirsdótir, alþjóðlegur stjórnendaráðgjafi - Sköpun, frumleiki og frumkvæði
Dóra Jóhannsdóttir, leikkona - Forysta og félagsleg áhrif
Tryggvi Þorgeirsson, meðstofnandi og forstjóri Sidekick Health - Tækninotkun, eftirlit og stjórn
Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá marel - Tæknihönnun og forritun
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania - Seigla, streituþol og sveigjanleiki
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra - Rökhugsun, lausn vandamála og hugmyndaauðgi
Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyrir Vöxtur hjá Eyri Venture Management
Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF stýrir jafnframt umræðuhópi góðra gesta: - Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs Icelandair
- Sigrún Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Bláa Lónsins
- Ingvi Hrannar Ómarsson, sérfræðingur í skólaþróunarteymi Menntamálaráðuneytisins
Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað undir stjórn Söru Daggar Svanhildardóttur, verkefnastjóra mennta- og fræðslumála SVÞ og líflegar umræður um menntamál Íslendinga í víðu samhengi setja svip sinn á þáttinn.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA stýrir þætti.
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið menntaverðlaun atvinnulífsins til þessa. Orkuveita Reykjavíkur var menntafyrirtæki ársins 2020 og Samkaup menntasproti ársins 2020.