Menntadagur atvinnulífsins 15. febrúar í Hörpu
Hvað verður um starfið þitt? er yfirskrift Menntadags atvinnulífsins sem verður haldinn í Hörpu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8.30-12. Dagurinn, sem nú er haldinn í fimmta sinn, er að þessu sinni tileinkaður hlutverki skólakerfis og atvinnulífs við að búa fólk undir þær tæknibreytingar sem standa yfir.
Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa hvatt fyrirtæki til dáða til að mennta starfsfólk sitt, til dæmis með árlegu vali á menntafyrirtæki ársins. Fjölmörg íslensk fyrirtæki eru til fyrirmyndar þegar kemur að menntun starfsmanna sinna. Menntafyrirtæki síðustu ára – Samskip, Marel, Icelandair hótel og Alcoa fjarðaál – eru þar fremst meðal jafningja. Þann 15. febrúar mun síðan enn eitt fyrirtækið bætast í hóp þessara fyrirmynda í atvinnulífinu.
Alcoa Fjarðaál var valið menntafyrirtæki ársins 2017
Dagurinn er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Dagskrá og skráning er hér að neðan - allir velkomnir en vinsamlegast skráið þátttöku.
Menntadagur atvinnulífsins 2018
8.30 Setning
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir.
Færni er framtíðin: Hvað átt þú eftir að læra?
Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Burning Glass Technologies
Hvað geta fyrirtæki gert?
Jón Björnsson, forstjóri Festi
Amma, hvað er stundaskrá?
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect
Hugvekjur
Ragnar Kjartansson, listamaður.
Fida Abu Libdeh, frumkvöðull og eigandi GeoSilica Iceland
Marinó Páll Valdimarsson, teymisstjóri IoT og gervigreindar hjá Marel
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir verðlaunin.
10.00 Kaffi og með því.
Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi. Óskir um sýningarpláss sendist á sa@sa.is.
10.30 Málstofur
A) Hvað verður um byggðirnar?
Árný Elíasdóttir, ráðgjafi hjá Attentus
Birna Kristrún Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Attentus
Hilmar Janusson, forstjóri Genís
Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari
Sigrún Björnsdóttir, fræðslustjóri Alcoa Fjarðaáls
Málstofustjóri er Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins
B) Tæknileg áhrif
Iðnbyltingar og innviðir
Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og þróunarsviðs Vodafone
Snjallnet - Landsnets
Guðjón Hugberg Björnsson, Landsnet
Snjallsamgöngur (e. Smart Mobility)
Hrönn Sch. Hallgrímsdóttir – Samgönguverkfræðingur - Mannvit
Framþróun í bolfiskvinnslu
Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Valka
Málstofustjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku
C) Framlínan - tækni, hæfni og þjónusta
Hæfnikröfur starfa í framtíðinni og raunfærnimat
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela
Hugarflug – framtíðarsýn
Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og frumkvöðull
Áhrif tæknibreytinga á framlínustörf
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
Málstofustjóri er Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður menntasviðs SVÞ
12.00 Málstofum lýkur
Allir velkomnir ekkert þátttökugjald. Hægt er að horfa á svipmyndir frá Menntadegi atvinnulífsins 2017 í Sjónvarpi atvinnulifsins.
Sjáumst í Hörpu 15. febrúar!