Málþing um menntun til sjálfbærrar þróunar
Efnt verður til málþings um menntun til sjálfbærrar þróunar í Kennaraháskólanum í Reykjavík næstkomandi föstudag. Það eru umhverfisfræðsluráð og menntamálaráðuneytið sem boða til málþingsins í samvinnu við rannsóknarhóp Kennaraháskólans og Háskólans á Akureyri. Rannsóknarhópurinn vinnur nú að rannsóknar- og þróunarverkefninu GETA til sjálfbærni - menntun til aðgerða. SA eiga fulltrúa í umhverfisfræðsluráði - málþingið er opið öllum og aðgangur er ókeypis.