Lífeyrisframlag hækkar einnig hjá háskólamönnum
Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um hækkun lífeyrisframlags hjá háskólamönnum sem falla undir kjarasamninga SA og félaga háskólamanna. Mótframlag atvinnurekanda verður það sama og hjá öðrum launamönnum á almennum vinnumarkaði og hækkar því úr 8% í 8,5%. Mótframlagið verður 10% frá 1. júlí 2017 og 11,5% frá 1. júlí 2018.
Um skiptingu iðgjaldsins í samtryggingarsjóð og séreignarsjóð fer samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum samþykktum hlutaðeigandi lífeyrissjóðs.
Um er að ræða breytingu á eftirtöldum kjarasamningum:
Kjarasamningur SA og aðildarfélaga BHM
Kjarasamningur SA og félaga verk-, tækni-, bygginga- og tölvunarfræðinga
Kjarasamningur SA og Lyfjafræðingafélags Íslands vegna apóteka