Leggja áherslu á ábyrga ráðstöfun
Samtök atvinnurekenda á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum leggja áherslu á ábyrga ráðstöfun þess fjár sem varið verður til endurreisnar atvinnulífsins í Evrópu. Þetta er meðal þess sem fram kom í ályktun forseta samtakanna sem samþykkt var á fjarfundi sem fram fór í vikunni.
Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA tóku þátt í fundinum. Gestir fundarins voru Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, Anna Hallberg viðskiptaráðherra Svíþjóðar og Simon Coveney utanríkisráðherra Írlands.