Laun hafa hækkað þrefalt meira á Íslandi
Laun á Íslandi hafa hækkað þrefalt meira en á Norðurlöndum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD. Á árabilinu 2010 til 2012 hækkuðu laun á Íslandi um 21,5% en til samanburðar hækkuðu laun á Norðurlöndum að meðaltali um 8,7% á þessum þremur árum. Í Evrópusambandinu hækkuðu laun að meðaltali um 5,1% og í OECD-ríkjunum um 6,5%. Ísland sker sig úr öðrum ríkjum hvað varðar miklar launahækkanir og háa verðbólgu. Olíuríkið Noregur kemur næst Íslandi í launahækkunum en þar ríkir mikil þensla á vinnumarkaði og eftirspurn eftir starfsfólki.
Í meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir launahækkanir á Norðurlöndum, í ríkjum ESB og OECD 2010-2012 (í bláum lit). Athugið að tölur fyrir 2013 og 2014 eru spár OECD (í gulum lit).
Sjá nánar:
Tengt efni: