Laun hækka 1. maí
Í dag, þann 1. maí, hækka laun almennt um 3% samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ. Lágmarkslaun hækka meira eða sem nemur 7% og verður lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf 300 þúsund krónur.
Ný kaupgjaldskrá er komin út og er aðgengileg á vef SA en þar er að finna uppfærðar launatöflur.
Minnt er á að 1. júlí næstkomandi hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði á samningssviði SA og aðildarfélaga ASÍ úr 10,0% í 11,5%. Í kjarasamningunum SA og ASÍ í janúar 2016 náðist samkomulag um að mótframlagið hækkaði um 3,5 prósentur samtals. 1. júlí 2016 hækkaði framlagið úr 8,0% í 8,5% og 1. júlí 2017 úr 8,5 í 10,0%.
Sjá nánar: