Kynningarfundur um umhverfisstjórnunarkerfi 16. júní

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi um umhverfisstjórnunarkerfi, miðvikudaginn 16. júní kl. 8:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð. Á fundinum mun Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, segja frá Umhverfisvitanum og hvernig hann getur nýst íslenskum fyrirtækjum. Jafnframt verður greint frá reynslu Norðmanna af kerfinu.

Umhverfisvitinn (miljøfyrtårnet) er hugsaður sem ódýrt en vottunarhæft umhverfisstjórnunarkerfi. Íslensk fyrirtæki þurfa stjórnkerfi til að taka á eftirliti opinberra aðila með atvinnurekstri og er Umhverfisvitanum ætlað að gefa kost á  einfaldri framkvæmd og hugsanlega minni eftirlitskostnaði en ella.

Sjá grein Stefáns Gíslasonar um Umhverfisvitann á vef SI.