Kynning á samkeppnisreglum fyrir stjórnendur fyrirtækja
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að bjóða stjórnendum fyrirtækja upp á kynningu á meginákvæðum samkeppnislaga og túlkun þeirra. Kynningin fer fram hjá Samkeppniseftirlitinu á smærri fundum með 15-20 stjórnendum í hvert skipti. Samtök atvinnulífsins hvetja félagsmenn sína til að nýta þetta tækifæri en kynningarnar fara fram í nóvember og desember.
Þeim sem vilja taka þátt er bent á að senda tölvupóst í vikunni á Hörð Vilberg hjá SA á hordur@sa.is. Samkeppnieftirlitið skipuleggur fundina í kjölfarið.
Hver kynningarfundur tekur um þrjár klukkustundir en þar verður m.a. fjallað um eftirfarandi atriði:
-
Kjarna banns við ólögmætu samráði.
Farið verður yfir einkenni ólögmæts samráðs og tekin dæmi.
-
Kjarna banns við misnotkun á markaðsráðandi stöðu.
Farið verður yfir kjarnasjónarmið sem ráða skilgreiningu markaða, vísireglur um mat á því hvort fyrirtæki teljist markaðsráðandi og skyldur sem slík fyrirtæki þurfa að axla. Tekin verða dæmi sem þessu tengjast.