Kröfur Eflingar um launahækkanir
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands samþykkti 10. október 2018 eftirfarandi kröfur um launataxta í kjarasamningum 19 aðildarfélaga þess og Samtaka atvinnulífsins. Efling stéttarfélag átti aðild að kröfunum og á grundvelli þeirra vísaði félagið deilu sinni til ríkissáttasemjara.
- Gildistími kjarasamnings verði þrjú ár.
- Lægstu byrjunarlaun verði 425.000 kr. fyrir lok samningstímans.
- Launataflan verði endurskoðuð og hundraðshlutfall verði á milli flokka og aldursþrepa, sem fjölgað verði um eitt þannig að í stað 5 ára þreps komi 7 og 10 ára þrep.
Í viðræðum aðila kom fram að SGS vill sjá 1,5% bil milli launaflokka og 2,0% milli aldursþrepa.
Samkvæmt kjarasamningi SGS og SA eru störf verkafólks flokkuð í 10 launaflokka með númerin 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 17.
Gildandi launatafla, og virkir launaflokkar hennar, er eftirfarandi.
Samkvæmt kröfugerðinni, og framangreindri útfærslu varðandi prósentubil milli launaflokka og aldurþrepa, yrði launataflan eftirfarandi á þriðja ári samningstímans, að því gefnu að launaflokkum yrði ekki fækkað.
Hlutfallsleg hækkun einstakra launaflokka og aldursþrepa yrði eftirfarandi.
Kröfugerðin fól þannig í sér að lægstu byrjunarlaun hækkuðu um 59% á samningstímanum og hæsta aldursþrep í hæsta virka launaflokki kjarasamningsins hækkaði um 82%.
Í krónum talið var gerð krafa um að lægstu byrjunarlaun hækkuðu um 158 þús.kr. á mánuði en laun í hæsta aldursþrepi í hæsta virka launaflokki um 248 þús.kr. á mánuði.
Lægstu launin hækkuðu þannig minnst í krónum og prósentum en hæstu umsömdu launin um hæstu prósentuna og hæstu krónutöluna.