Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og VR hafnar
Í dag hófust kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og VR þegar fyrsti samningafundur aðila fór fram. Fundurinn var jákvæður en SA og VR eru sammála því að leita leiða til að ná niður verðbólgu og verja kaupmátt launafólks.
Samtök atvinnulífsins kynntu áherslur sínar vegna kjarasamninganna í september en að mati SA verður höfuðmarkmið þeirra að bæta lífskjör með því að ná niður verðbólgu og vöxtum. Þannig sé hægt að skapa jákvæðar aðstæður í efnahagslífinu til að örva fjárfestingu umtalsvert á næstu misserum og fjölga störfum verulega á vinnumarkaði.
Það er besta leiðin til að auka kaupmátt heimilanna, efla atvinnulífið og bæta fjárhag ríkisins.