Jafnlaunastaðall – stóru fyrirtækin skulu vottuð 2018
Í júní 2017 lögfesti Alþingi að fyrirtæki skyldu vottuð samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST:85. Lögin taka til fyrirtækja með 25 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli.
Fyrirtæki og stofnanir stofnanir þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli, og stjórnarráð Íslands, skulu hafa öðlast vottun fyrir árslok 2018.
Minni fyrirtæki hafa lengri frest. Þau skulu hafa öðlast vottun á árabilinu 2019-2021 og tiltaka lögin tímamörk eftir starfsmannafjölda þeirra.
Opinberir aðilar með færri en 250 starfsmenn skulu hafa öðlast vottun fyrir árslok 2019.
Á vinnumarkaðsvef SA verður birt ítarefni og ráðleggingar eftir því sem reynsla safnast upp við úrlausn þessa verkefnis.
Sjá nánar: