Hvert stefnir Ísland? Menntun og færni á vinnumarkaði

Ráðstefna Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar, Hagstofu Íslands og Alþýðusambands Íslands um menntun og færni á vinnumarkaði fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. nóvember  kl. 8.30 - 10.30.

Hvert stefnir Ísland og hvar verða framtíðarstörfin til? Það er stóra spurningin sem verður leitað svara við.

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar í fremstu röð í færnispám frá Bretlandi, Svíþjóð og Írlandi fara yfir þær aðferðir sem beitt er í heimalöndum þeirra og annarsstaðar í Evrópu. 

Örar breytingar á tækni, efnahagslífi og samfélaginu gera það að verkum að nauðsynlegt er að vera vel undirbúin og meðvituð um ólíkar sviðsmyndir sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Þannig má efla samspil atvinnulífs og menntunar sem leiðir til þess að verðmætari störf verða til og lífskjör landsmanna batna.

Stór meirihluti Evrópuríkja stundar greiningu á færni- og mannaflaþörf á vinnumarkaði. Markmiðið er að styðja við stefnumótun í mennta-, atvinnu- og vinnumarkaðsmálum ásamt því að veita einstaklingum bestu upplýsingar til að efla menntun sína og færni.

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar í fremstu röð í færnispám frá Bretlandi, Svíþjóð og Írlandi fara yfir þær aðferðir sem beitt er í heimalöndum þeirra og annarsstaðar í Evrópu. Á Íslandi hefur ekki verið unnið markvisst við gerð færnispár og eru Íslendingar þar af leiðandi eftirbátar nágrannaþjóða í heildarstefnumótun m.t.t. þróunar færni, menntunar og vinnumarkaðar.

Allir velkomnir - vinsamlegast skráið þátttöku á vef Vinnumálastofnunar

Bein útsending verður frá ráðstefnunni á vefnum - smelltu til að horfa