Hvernig er hægt að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf?
Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 8.30-10.30. Fundurinn er skipulagður af vinnuhópi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins en Samtök atvinnulífsins eiga sæti í hópnum. Hlutverk hans er meðal annars að koma með tillögur um hvernig auðvelda megi fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Í vinnuhópnum sitja auk SA fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, Kvenréttindafélags Íslands og Femínistafélags Íslands.
Til fundarins í fyrramálið er boðið aðilum vinnumarkaðarins, starfsmannastjórum og stjórnendum fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga svo og öðrum sem koma að starfsmannamálum.
Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8, dagskrá og skráning hér að neðan.